top of page

Verið velkomin í ræktina!

Hvað gerum við?

Persónuleg fjármálaráðgjöf - fjárhagsleg heilsa - fjármálafræðsla

Concrete Wall

Grunnviðtal

Í grunnviðtalinu förum við yfir tekjur og gjöld heimilisins og tökum saman nauðsynlegar upplýsingar til þess að útbúa raunhæfa fjárhagsáætlun.

Fræðsla

Í ræktinni hefur þú aðgang að fjármálaráðgjafa sem getur leiðbeint þér og veitt þér aðhald. Þú færð aðgang að vefnámskeiði í fjármálalæsi þar sem við förum á hnitmiðaðan hátt yfir helstu atriði persónulegra fjármála.

Fjárhagsáætlun

Við aðstoðum þig við gerð fjárhagsáætlunar og uppfærum hana með þér á áskriftartímanum. Góð, raunhæf og skýr fjárhagsáætlun er grunnurinn að góðri fjárhagslegri heilsu.

Í tíma í Fjármálaræktinni

Tími hjá fjármálaráðgjafa er rafrænn og fer fram í gegnum Zoom. Hver tími eru 30 mínútur, að grunnviðtali undanskildu sem eru 45-60 mínútur. Viðtölin hefjast á boðuðum tíma. Það er því hægt að sinna fjármálaræktinni í fjarþjálfun hvar sem er!

​Tími hjá fjármálaráðgjafa er vel skipulagður. Við förum yfir núverandi stöðu og berum saman við áætlun, skerpum á markmiðum og leitum leiða til að aðstoða þig að ná þeim. Við veitum þér ráðgjöf í persónulegum fjármálum, aðstoðum við skipulagningu fjármálanna og bendum á lausnir sem geta hentað þínum þörfum.

Sparnaður

Við aðstoðum þig við að koma þér upp reglubundnum sparnaði sem hluta af fjárhagsáætluninni og kynnum fyrir þér leiðir til þess að auka hann jafnt og þétt.

bottom of page